Monday, February 28, 2005

Daglegt brauð

Langi-Sleði lenti í rudda núna áðan. Eftir helberan yfirgang og leiðindi í verslun hér í bæ, nánar til tekið í Nóatúni, ókurteisi og hamagang, gat ég bara ekki orða bundist.

Langi-Sleði (stundarhátt): "Ég sem hélt að svona fólk verslaði bara í sjoppunni á litla Hrauni."
Ruddinn stjakaði við Langa-Sleða og sagði: "helvítis aumingi, viltu að ég endurskipuleggi á þér andlitið"
Langi-Sleði: "Það er nú að álíka freistandi að berja þig og að ríða haltri hóru!"
Við þetta braust út mikill hlátur í versluninni.
Ruddinn: "Helvítis... djöfulsins" sagði hann um leið og hann henti frá sér vörunum og strunsaði út.

Svona fólk.

Ef fólk skyldi kalla.

Slappaði af í sundi, eins og oft áður. Fór að hugsa hvort það væri eitthvað meira eða minna freistandi að ríða höltum hórum, ef út í það er farið... Sá svo einhvern veginn eftir þessu öllu saman.
góðar stundir
Langi-Sleði

Sunday, February 13, 2005

Stríð og friður

Þeir sem hafa lesið Dostójevskí, þekkja það að það er alls staðar stríð og friður. Langi-Sleði kom heim eitt kvöldið og fann fyrir geysilega mikilli öryggiskennd, er hann lokaði hurðinni að íbúðinni. Heimilið mitt, athvarfið mitt, dásamlegu húsgögnin mín, bækurnar mínar, lífið mitt, friðurinn minn. Ég mætti köldu ásakandi augnaráði, eldhússins, um leið og hurðin small í lás. "Það er uppvask sem bíður þín, letihaugur", glamraði í hnífapörunum. Ég flýtti mér inn í stofu, bara til að horfa í augun á rykugri gluggakistu, og gömlum dagblöðum. "LANGI-SLEÐI, hvað á þetta að þýða", ég kveikti á tónlist, og hún var fljót að þagga niðrí öllumþeim leiðindum sem ásóttu mig. "Aldrei friður, hugsaði ég með mér". Alls staðar stríð og friður, alltaf.
góðar stundir
Langi-Sleði

free web hit counter