Tuesday, November 11, 2008

...illu er best af lokið

...og nei... ég er ekki að tala um afar lélegar heimtur lesenda af bloggi mínu síðustu mánuði.
Ég veð í þeirri villu að það sé lesendum nauðsynlegt að vita hvað Langi Sleði hefur um málið að segja.
Til að gera þetta verkfræðingslega og skýrt í sömu mund ætla ég að reyna að skipta þessu upp í nokkra hluta.
1. Fólk er mjög reitt vegna tveggja hluta:
a) Bankarnir og vitleysisgangur stjórnvalda er búið að kosta íslensku þjóðina gríðarlega mikla peninga.
b) Innistæður einstaklinga hafa rýrnað og jafnvel horfið (þá er ég bæði að tala um hlutabréf og peninga).
Ástandið er ekki flóknara en þetta. Við megum alveg vera reið það er okkar réttur.

2. Eftirfarandi spurningum þarf að svara til að byrja með:
a) Af hverju þarf "ég" sem neytandi að borga skuldir bankanna?
b) Hvert fóru allir peningarnir sem bankarnir "sögðust" eiga?
c) Af hverju fékk þetta að gerast?
d) Hvað gerist núna?
e) Hvað gerist næst?
e) Hvað gerist svo?
f) Hverskonar banki er Icesave ef allir peningar þar eru horfnir?

Í raun og veru er þetta bara ein spurning og því svarið bara eitt. Við þurfum peninga og alveg helling af þeim.
Hins vegar eru mörg undirsvör og kröfur á þær því nauðsynlegar. Þar má nefna spillingamál, ábyrgðir o.s.frv. Geymum það til síðari tíma.

Kaffipása hjá þér!

4. Hvaða peninga og hvernig fáum við þá er viðfangsefnið!
Svarið her er í raun og veru mjög fyndið. Það vita ALLIR einstaklingar að skuldirnar eigi að vera í sömu mynt og launin eru. (dæmi: Innlend versus erlend bílalán). Sérstaklega þegar gengisáhættan er orðin svona mikil.

Og af hverju er gengisáhættan orðin mikil?
Það er öllum sama um íslensku krónuna. Hún var bara vinsæl á meðan erlendir verslunarmenn gátu gamblað með hana og grætt á henni. Útlendingar keyptu jöklabréf hægri vinstri. Auk þess var veltan á hlutabréfamarkaðnum, að megninu til íslensk innherjaviðskipti sem sneru mest að flutningi frá a til b frá b til c frá c til d og frá d til a.
Bankainnherjaviðskiptin voru hins vegar skrefstyttri.... svona eins og dvergar eru almennt.
Þess vegna hélst gengið hátt.
Það er vegna þess að við erum skítasker norður í hafi og höfum rænt og ruplað frá upphafi vega!
(t.d. hefur ekki enn fæðst fallegur íri, frá því að við stálum öllum fegurðargenunum þeirra og það er orðin rúmlega aldarkreppa).

Allavegana... vegna þess höfuðlausa hers sem hér hefur óstjórnað (og ég er ekki að segja að ég vilji nýja stjórn þvi ég sé fyrir mér í raun aðeins einn stjórnmálamann nú í dag sem enn heldur einhverri sjálfsvirðingu og það er enginn stjórnmálamaður sem hefur getuna til þess að taka við).

Allavega sagan segir að okkur vanti 6 milljarða evra til að breyta í krónur og á að greiðast tiltölulega fljótt (reyndar þá fáum við lán einhvers staðar annars staðar frá).
Hins vegar er ÖLLUM heiminum sama um krónuna og því og þess vegna megum við ekki halda í þennan gjaldmiðil.
Ástæðan er sú að eftir tvö ár gæti staðan hér verið mun verri en nú.
6 milljarðar evra gætu verið orðin 20 milljarðar evra... eða jafnvel enn hærri í íslenskri mynt.

Já við þurfum að taka upp evru... því miður...þó ekki væri nema að tryggja að stórt lán yrði gígantískt.
Því fyrr sem menn átta sig á því, því betra...
Einhliða upptaka evru yrði mjög auðveld. Ég myndi t.d. treysta mér til að nota aðeins greiðslukort ... fyrsta árið.
Ég ætla ekki í smáatriðin hér enda ekki partur af þessum ritlingi... og þetta líklega bæði leiðinlegt og illa skrifað.

góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter